top of page

ALMENN FRÆÐSLA

HÉR FINNUR ÞÚ ALMENNT FRÆÐSLU EFNI SEM GÆTI NÝST Í FYRIRLESTRA EÐA RÆÐUR Á MÁLÞINGI FYRIR ELDRA FÓLK.

01

ELDRA FÓLK

Eldra fólk er í sjálfum sér breiður markhópur. Það er erfitt að segja til um við hvaða aldur fólk er gamalt því aldur er afstæður. Almennt er litið á svo að sá sem hefur lokið föstu starfi og er komin á eftirlaun sé eldri borgari. Á Íslandi er formlegur eftirlaunaaldur þegar fólk verður 67 ára.

 

Á þessum tímamótum, þegar fólk hættir að stunda launaða vinnu skapast svigrúm í tíma sem tilvalið er að nota til að hreyfa sig, hlúa að líkama og sál. Ekki er verra ef það er gert í góðum félagsskap og hlúa þannig einnig að félagslegri virkni og vellíðan. 

Morning Coffee on Terrace

02

Meðalaldur Íslendinga hækkar

Aerial Yoga with Teacher

Útlit er fyrir að hlutfall eldra fólks fari hækkandi, en áætlað er að 60 ára og eldra fólki fjölgi um 20% næstu 8 árin. Ef litið er til lengri tíma þá er áætlað að árið 2050 verði um 65% fjölgun á eldra fólki á Íslandi. Því er mikilvægt að leggja áherslu á aðgengi að hreyfingu fyrir eldra fólk þar sem að hækkandi aldri fylgir aukin tíðni ýmissa sjúkdóma auk annarra líffræðilegra þátta sem hafa áhrif á líkamlega-, andlega-, og félagslega vellíðan. 

03

Eftir því sem við eldumst

Eftir því sem mannslíkaminn eldist  getur gjarnan dregið úr líkamlegri og andlegri getu. Auk þess minnkar orkuþörf eldra fólks, aðallega vegna vöðvarýrnunar og minni hreyfingar. Talið er að eftir að 30 ára aldri er náð hækki fitumassi jafnt og þétt með hverju ári.

 

Eldra fólk er þá líklegt til að búa yfir allt að þriðjungi meiri fitumassa en það gerði áður.  Einnig má nefna rýrnun beina, en með hækkandi aldri verða bein brothættari ásamt því að tapa eiginleika sínum til þungaburðar og kalkforði líkamans fer að tapast. 

Dinner Party

05

Ungur í anda

Skemmtilegt orðatiltæki sem er svo lýsandi fyrir þetta er svo hljóðandi „Þú getur ekki komið í veg fyrir að verða gamall, en þú getur haft áhrif á hvernig þú verður gamall“. Eldra fólk er eins misjafnt og þau eru mörg, því er mikilvægt að hafa viðráðanlega hreyfingu fyrir alla í boði þar sem hver og einn getur stjórnað sinni ákefð og hraða. Því það er aldrei of seint að byrja. 

Playing Basketball

04

Regluleg hreyfing

Senior Citizen Exercise Class

Regluleg hreyfing er sögð geta hægt á einkennum og áhrifum öldrunar, auk þess að veita líkamlegan og andlegan styrk til að viðhalda sjálfsbjargarhæfni í daglegu lífi. Kostir þess að stunda reglubundna hreyfingu eru ótvíræðir sem dæmi um ávinning má nefna betri líkamshreysti, betri svefn, minni streita, minni hætta á kransæðasjúkdómum, háþrýstingi, sykursýki af tegund 2, aukin beinþéttni, verndar stoðkerfið, skerpir athygli og lengi vel mætti telja.

 

Bætt heilsa hefur þó ekki einungis jákvæð áhrif á líf þeirra sem eiga í hlut heldur er hún einnig þjóðhagslega hagkvæm þar sem eldra fólk getur búið lengur í sjálfstæðri búsetu án stuðning frá félagsþjónustu sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisins. Einnig getur aukið hreysti dregið úr sjúkra- og lyfjakostnaði. 

bottom of page