top of page

Lífshlaupið 2024

Hreystihópar 67+ er nýr keppnisflokkur í Lífshlaupinu.
 

Lífshlaupið varir í þrjár vikur; hefst 7. febrúar og stendur yfir til 27. febrúar.

Skráning er hafin og nú þegar hafa þjálfarar og hópstjórar skráð lið til leiks.

 

Ætlar þú ekki að vera með líka?!

Lífshlaupið.jpg

Bjartur lífsstíll hvetur alla
sem eru að stunda hreyfingu í hópastarfi að skrá sig til leiks í samstarfi við þjálfara.

 

Bjartur lífsstíll hvetur alla
einstaklinga sem ekki eru að stunda hreyfingu í hópastarfi en langar að ganga til liðs við hóp að gera það núna. Nú er lag!

 

Bjartur lífsstíll hvetur alla
þjálfara sem sjá um hreyfiúrræði fyrir 60+ að skrá 
sinn hóp/sína hópa til leiks.

 

Á heimasíðu Lífshlaupsins eru góðar leiðbeingar um innskráningu.
Þjálfari eða hópstjóri sem sér um innskráningu verður skjálfkrafa "liðstjóri".

 

Öll hreyfing telur sem skráð er inn; hreyfing sem stunduð er innan hópsins sem og öll auka hreyfing þann daginn, t.d. göngutúrinn, golfhringurinn, sundferðin o.s.frv. Sjá nánar um reglur á heimasíðu Lífshlaupsins.

Shutterstock_1591957561.jpg

Nýi flokkurinn heitir hreystihópar 67+ þar sem miðað er við formlegan eftirlaunaaldur. En allir sem eru 60 ára og eldri geta skráð sig í þennan hóp, þar sem félög eldri borgara eru opin öllum sem náð hafa 60 ára aldri.

 

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Markmið með Lífshlaupinu er að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega.

 

Keppt verður í fimm flokkum eftir fjölda einstaklinga í hópum.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Lifshlaupid veggspjald I.jpg

Hægt er að hafa samband með því að senda póst á lifshlaupid@isi.is

bottom of page